Stórfurðulegar staðreyndir um klósettsetur

mbl.is/Colourbox

Ertu í hópi þeirra sem klæða kló­sett­set­una í sal­ern­ispapp­ír á al­menn­ings­sal­ern­um? Vegna þess að þú hef­ur ekki geð á því að setj­ast á kló­sett sem þú ekki þekk­ir. Ef þú ert þessi týpa – þá skaltu fylg­ast vel með hér.

Staðreynd­in er sú að kló­sett­set­ur eru í raun hannaðar til að hrinda frá sér bakt­erí­um. Slétt yf­ir­borðið og lög­un set­unn­ar ger­ir bakt­erí­um erfiðara fyr­ir að festa sig. Kló­sett­set­ur eru í raun svo vel hannaðar að þær eru oft­ar en ekki hreinni en eld­hús­vask­ur á flest­um heim­il­um.

Kló­sett­papp­ír­inn er söku­dólg­ur­inn
Kló­sett­papp­ír­inn sjálf­ur er vanda­málið! Ef yf­ir­borð papp­írs­ins er gróft erum við að horfa á full­kom­inn felu­stað fyr­ir bakt­erí­ur. Og ef þú hugs­ar út í hvar kló­sett­papp­ír­inn er staðsett­ur miðað við kló­sett­skál­ina sjálfa er greið leið þarna á milli. Við höf­um oft lesið og heyrt um þegar bakt­erí­ur fara á flug eft­ir að sturtað er niður í doll­unni og þá sér­stak­lega ef kló­sett­set­an er ekki niðri – þá eru þær dug­leg­ar að dreifa sér.

Ef þú set­ur kló­sett­papp­ír á set­una...
Næst þegar þú ferð á al­menn­ings­sal­erni og hyl­ur set­una með kló­sett­papp­ír áður en þú sest niður ertu í raun að setj­ast á mun fleiri bakt­erí­ur en þú hefðir ann­ars gert með því að setj­ast beint á set­una. Þar fyr­ir utan er húðin okk­ar góð í að halda óþarfa bakt­erí­um í góðri fjar­lægð. Og stóra áfallið í þessu öllu sam­an er að flestall­ar bakt­erí­urn­ar sem liggja á kló­sett­set­unni má finna nú þegar í lík­am­an­um okk­ar.

Setur þú klósettpappír á setuna inn á almenningssalernum?
Set­ur þú kló­sett­papp­ír á set­una inn á al­menn­ings­sal­ern­um? mbl.is/​Colour­box
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert