Hver hefur þörf fyrir skartgripi og súkkulaði þegar þú getur fengið gin-vönd á degi elskenda sem nálgast óðfluga.
Blóm og konfekt er á meðal þess sem konur og karlmenn færa sínum heittelskuðu á Valentínusardaginn sem haldinn er hátíðlegur á messudegi heilags Valentínusar 14. febrúar ár hvert – en daginn má rekja til Evrópu allt aftur til 14. aldar.
Skoski ginframleiðandinn Edinburgh Gin hefur tekið skrefið lengra í tilefni dagsins og býður upp á gott gin og vönd með. Vöndurinn er þó ekki sá allra venjulegasti því í honum má finna þurrkaðar appelsínuskífur, lavander og rabarbarastöngla. Hér eru menn að hugsa út fyrir boxið!
Gin-vöndinn er því miður bara hægt að panta í Englandi en spurning hvort einhverjir íslenskir framleiðendur matar og drykkjar komi með nýja hugmynd að gjöf fyrir okkur þetta árið. Er ekki sagt að leiðin að hjartanu sé í gegnum magann?