Er þetta Valentínusargjöfin í ár?

Er gin-vöndur málið á Valentínusardaginn í ár?
Er gin-vöndur málið á Valentínusardaginn í ár? mbl.is/Edinburgh Gin

Hver hef­ur þörf fyr­ir skart­gripi og súkkulaði þegar þú get­ur fengið gin-vönd á degi elsk­enda sem nálg­ast óðfluga.

Blóm og kon­fekt er á meðal þess sem kon­ur og karl­menn færa sín­um heitt­elskuðu á Valentínus­ar­dag­inn sem hald­inn er hátíðleg­ur á messu­degi heil­ags Valentínus­ar 14. fe­brú­ar ár hvert – en dag­inn má rekja til Evr­ópu allt aft­ur til 14. ald­ar.

Skoski gin­fram­leiðand­inn Ed­in­burgh Gin hef­ur tekið skrefið lengra í til­efni dags­ins og býður upp á gott gin og vönd með. Vönd­ur­inn er þó ekki sá allra venju­leg­asti því í hon­um má finna þurrkaðar app­el­sínu­skíf­ur, lavand­er og rabarbara­stöngla. Hér eru menn að hugsa út fyr­ir boxið!

Gin-vönd­inn er því miður bara hægt að panta í Englandi en spurn­ing hvort ein­hverj­ir ís­lensk­ir fram­leiðend­ur mat­ar og drykkj­ar komi með nýja hug­mynd að gjöf fyr­ir okk­ur þetta árið. Er ekki sagt að leiðin að hjart­anu sé í gegn­um mag­ann?

mbl.is/​Ed­in­burgh Gin
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert