Græjur fyrir þá allra lötustu í eldhúsinu

Þessi snilldarpanna mun létta heilmikið til við uppvaskið, þar sem …
Þessi snilldarpanna mun létta heilmikið til við uppvaskið, þar sem þú getur matreitt þrjá rétti á sama tíma á sömu pönnunni án þess að skíta of mikið út. mbl.is/idenyt

Við getum verið sammála um það að stundum er gott að fá hjálp við eldhússtörfin. En hér eru græjur fyrir latar sálir sem þurfa varla að lyfta fingri í eldhúsinu með þessi hjálpartæki við höndina.

Nú þarftu aldrei að fá mjólk eða fituga fingur þegar …
Nú þarftu aldrei að fá mjólk eða fituga fingur þegar þú dýfir kexi ofan í mjólkurglas. Hér er haldari sem heldur á kexinu fyrir þig og engar áhyggjur. mbl.is/idenyt
Græjan sem margir myndu eflaust vilja prófa – eggjabrjóturinn. Hér …
Græjan sem margir myndu eflaust vilja prófa – eggjabrjóturinn. Hér er eggið slegið út með einni hendi og það besta er að þú getur ýtt á einn takka til að skilja hvítuna frá rauðunni. mbl.is/idenyt
Hér er um nokkurs konar rakvél að ræða fyrir maísstöngla. …
Hér er um nokkurs konar rakvél að ræða fyrir maísstöngla. Þessi græja sparar tíma og subbar ekki eins mikið út og þegar við skerum maísinn niður í höndunum. mbl.is/idenyt
Ruslastandur uppi á eldhúsborði – er fyrir þá sem nenna …
Ruslastandur uppi á eldhúsborði – er fyrir þá sem nenna ekki að beygja sig í tunnuna til að henda litlu í einu, t.d. þegar við skerum grænmeti og erum með skítuga fingur og þurfum að opna ruslatunnuna aftur og aftur. mbl.is/idenyt
Þetta er mögulega hámark letinnar eða gargandi snilld! Hér getur …
Þetta er mögulega hámark letinnar eða gargandi snilld! Hér getur þú skipt banananum upp í 18 litla bita á einu bretti. Eflaust stórsniðug græja fyrir leikskóla og fólk með lítil börn. mbl.is/idenyt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka