Hinn fullkomni ostborgari

Það er ákveðin kúnst að elda góðan ostborgara, en þessi …
Það er ákveðin kúnst að elda góðan ostborgara, en þessi lítur mjög vel út. mbl.is/Snorri Guðmundsson_Maturogmyndir

Matgæðingurinn Snorri Guðmundsson sem heldur úti síðunni Matur & myndir deilir hér með okkur hvernig eigi að elda hinn fullkomna ostborgara. En það er ákveðin kúnst þegar kemur að þvi að flippa spaðanum.

„Ég elda mína hamborgara á sama máta og In-N-Out-borgarakeðjan í Bandaríkjunum, sem gerir að mínu mati bestu hamborgara í heimi, en sú eldunaraðferð felur í sér að lausmóta buff úr nautahakki, hita steypujárnspönnu á svimandi háan hita og nota svo flatan steikarspaða til þess að fletja borgarann kröftuglega niður á rjúkandi heita pönnuna svo hann verði mjög þunnur og fái sem besta brúnun,“ segir Snorri. 

Hinn fullkomni ostborgari (fyrir 2 tvöfalda borgara)

  • Ungnautahakk, 400 g
  • Lítil hamborgarabrauð, 2 stk.
  • Maribo-ostur, 4 sneiðar
  • Íssalat eftir smekk
  • Laukur eftir smekk
  • Tómatur eftir smekk
  • Majónes
  • Tómatsósa
  • Amerískt sinnep eftir smekk (ég mæli með French´s)

Aðferð:

  1. Sneiðið lauk í þunnar sneiðar og tómata í aðeins þykkari sneiðar.
  2. Skiptið hakkinu í 4 hluta og lausmótið 100 g kúlur/buff. Því minna sem er átt við kjötið, því mýkri verður borgarinn.
  3. Hitið steypujárnspönnu við frekar háan hita og ristið hamborgarabrauðin þar til þau eru gullinbrún.
  4. Setjið majónes í botninn, tómatsósu og sinnep í efra brauðið og hafið grænmetið klárt til hliðar.
  5. Nuddið ögn af olíu á pönnuna og bíðið þar til hún er rjúkandi heit. Setjið borgara á miðja pönnuna og notið stálspaðana til að fletja borgarann kröftuglega niður þar til hann er um 10 cm að flatarmáli. Saltið kjötið rausnarlega og piprið. Steikið í um 1-1,5 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönnuna og bíðið í 20-30 sek. þar til osturinn er bráðnaður.
  6. Færið kjötið á tilbúið hamborgarabrauð og endurtakið með restina af buffunum.
  7. Toppið kjötið með grænmetinu og njótið!
mbl.is/Snorri Guðmundsson_Maturogmyndir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert