Hinn fullkomni ostborgari

Það er ákveðin kúnst að elda góðan ostborgara, en þessi …
Það er ákveðin kúnst að elda góðan ostborgara, en þessi lítur mjög vel út. mbl.is/Snorri Guðmundsson_Maturogmyndir

Mat­gæðing­ur­inn Snorri Guðmunds­son sem held­ur úti síðunni Mat­ur & mynd­ir deil­ir hér með okk­ur hvernig eigi að elda hinn full­komna ost­borg­ara. En það er ákveðin kúnst þegar kem­ur að þvi að flippa spaðanum.

„Ég elda mína ham­borg­ara á sama máta og In-N-Out-borg­ara­keðjan í Banda­ríkj­un­um, sem ger­ir að mínu mati bestu ham­borg­ara í heimi, en sú eld­un­araðferð fel­ur í sér að lausmóta buff úr nauta­hakki, hita steypu­járn­spönnu á svim­andi háan hita og nota svo flat­an steik­ar­spaða til þess að fletja borg­ar­ann kröft­ug­lega niður á rjúk­andi heita pönn­una svo hann verði mjög þunn­ur og fái sem besta brún­un,“ seg­ir Snorri. 

Hinn fullkomni ostborgari

Vista Prenta

Hinn full­komni ost­borg­ari (fyr­ir 2 tvö­falda borg­ara)

  • Ungnauta­hakk, 400 g
  • Lít­il ham­borg­ara­brauð, 2 stk.
  • Mari­bo-ost­ur, 4 sneiðar
  • Íssal­at eft­ir smekk
  • Lauk­ur eft­ir smekk
  • Tóm­at­ur eft­ir smekk
  • Maj­ónes
  • Tóm­atsósa
  • Am­er­ískt sinn­ep eft­ir smekk (ég mæli með French´s)

Aðferð:

  1. Sneiðið lauk í þunn­ar sneiðar og tóm­ata í aðeins þykk­ari sneiðar.
  2. Skiptið hakk­inu í 4 hluta og lausmótið 100 g kúl­ur/​buff. Því minna sem er átt við kjötið, því mýkri verður borg­ar­inn.
  3. Hitið steypu­járn­spönnu við frek­ar háan hita og ristið ham­borg­ara­brauðin þar til þau eru gull­in­brún.
  4. Setjið maj­ónes í botn­inn, tóm­atsósu og sinn­ep í efra brauðið og hafið græn­metið klárt til hliðar.
  5. Nuddið ögn af olíu á pönn­una og bíðið þar til hún er rjúk­andi heit. Setjið borg­ara á miðja pönn­una og notið stál­spaðana til að fletja borg­ar­ann kröft­ug­lega niður þar til hann er um 10 cm að flat­ar­máli. Saltið kjötið rausn­ar­lega og piprið. Steikið í um 1-1,5 mín áður en þið snúið og setjið ost á kjötið. Setjið lok á pönn­una og bíðið í 20-30 sek. þar til ost­ur­inn er bráðnaður.
  6. Færið kjötið á til­búið ham­borg­ara­brauð og end­ur­takið með rest­ina af buff­un­um.
  7. Toppið kjötið með græn­met­inu og njótið!
mbl.is/​Snorri Guðmunds­son_Maturog­mynd­ir
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert