Við erum langt í frá að vera alvitur þegar kemur að eldhúsverkum og mat – en þá er frábært að vita aðeins meira. Eins og hvernig sé best að sporna við að sveppirnir verði blautir og slímugir í ísskáp? Hér eru svörin við öllu því sem þú hefur velt fyrir þér til þessa en aldrei fengið svar við.
Það er algjör óþarfi að henda góðu kampavíni sem ekki klárast kvöldið áður. Skelltu einni rúsínu eða tveimur í flöskuna og búblurnar munu haldast ferskar.
mbl.is/Colourbox
Við þekkjum það að taka fram sveppabox sem hefur legið í ísskáp í nokkra daga og sveppirnir eru orðnir slímugir og klístraðir. Til að sporna við að þetta gerist er eina vitið að pakka þeim inn í eldhúsrúllu og setja þannig inn í ísskáp.
mbl.is/Colourbox
Svipað ráð og með sveppina, þá er stórsnjallt að leggja eldhúspappír neðst í grænmetisskúffuna, því pappírinn mun draga í sig allan raka sem kemur af grænmetinu – sem rotnar því síður svo fljótt.
mbl.is/Colourbox
Ef þú ert með einhverja ávexti sem þú vilt að þroskist aðeins hraðar þá er eina vitið að setja epli saman með ávextinum í pappapoka. Því eplið gefur frá sér efnið „ethylengas“ sem hraðar þroskanum hjá öðrum ávöxtum.
mbl.is/Colourbox