Eldhúsáhöldin sem þú verður að eiga

Þessi skál var kynnt fyrst til leiks árið 2013 þegar …
Þessi skál var kynnt fyrst til leiks árið 2013 þegar stærsta vandamál nútímamanneskjunnar var að koma símanum sínum almennilega fyrir á meðan borðað er. Skálin virkaði einnig sem hátalari á meðan hún var ekki notuð undir mat. Lítið hefur þó sést til snjall-skálarinnar þar sem hún þótti ekki eins áhugaverð og menn vildu í fyrstu meina en er samt fáanleg ef einhver hefur áhuga. mbl.is/idenyt

Og þú sem hélst að þú ættir allt sem til þarf í eldhússkúffunum! Hér eru nokkur áhöld sem þú „verður að eignast“ til að létta þér lífið við eldhússtörfin.

Ananas-upptakarinn er sá allra sniðugasti. Þú skerð hreinlega toppinn af …
Ananas-upptakarinn er sá allra sniðugasti. Þú skerð hreinlega toppinn af ananasnum og byrjar að skrúfa upptakarann niður og tosar svo ananasinn upp í skífum. Snyrtilegt og ekkert vesen. mbl.is/idenyt
Græjan sem allir avókado-unnendur verða að eiga. Þessi græjar allt …
Græjan sem allir avókado-unnendur verða að eiga. Þessi græjar allt – tekur steininn og sker avókadoinn í skífur. Avókado-hnífinn má finna hjá Amazon. mbl.is/idenyt
Þessi skæri ættu að vera til í hverju eldhúsi. Skærin …
Þessi skæri ættu að vera til í hverju eldhúsi. Skærin sem spara þér tíma er þú klippir niður kryddjurtir á augabragði.
Krúttlegt fyrir börnin! Þú einfaldlega kemur harðsoðnu eggi fyrir í …
Krúttlegt fyrir börnin! Þú einfaldlega kemur harðsoðnu eggi fyrir í þessum formum og setur í kalt vatn í 10 mínútur. Krakkarnir munu elska að fá eggið sitt sem bíl eða risaeðlu. Hægt að nálgast hjá bentoandco.com. mbl.is/idenyt
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert