Taco með sósunni sem sprengir alla skala

Ljósmynd/Tinna Alavis

Það er fátt mikilvægara í matargerð en góðar sósur. Þá ekki síst þegar halda skal mexíkóska veislu þar sem taco leikur aðalhlutverkið. Hér kemur uppskrift frá Tinnu Alavis sem inniheldur sósu sem hún segir að geri útslagið.

‍Taco með bestu kóríandersósunni

  • 1 bakki nautahakk
  • Lambhagasalat
  • Rauð paprika
  • Gúrka
  • Mozzarella-ostur frá Gott í matinn
  • Gróft salt, svartur pipar, taco-krydd

Aðferð:

  1. Steikið nautahakkið á pönnu og kryddið með grófu salti, svörtum pipar og taco-kryddi.
  2. Saxið rauðu paprikuna, gúrkuna og mozzarella-ostinn mjög smátt og setjið í litlar skálar.
  3. Hitið taco-skeljarnar í örskamma stund og fyllið þær með lambhagasalati, nautahakki og grænmeti ásamt mozzarella-ostinum.
  4. Útbúið kóríandersósu og hellið ofan í skelina.

Kóríandersósa:

  • Sýrður rjómi frá Gott í matinn
  • 1/2 kreist lime
  • 1/2 mjúkt avocado
  • 1 bolli ferskt kóríander
  • Gróft salt + pipar

Aðferð:

Takið fram skál og hrærið saman sýrðum rjóma, 1/2 kreistu lime, 1/2 mjúku stöppuðu avocado ásamt mjög smátt söxuðu kóríander. Það er þægilegast og best að setja öll hráefnin í matvinnsluvél til þess að fá sósuna silkimjúka en alls ekki nauðsynlegt. Kryddið til með grófu salti og pipar.

Ljósmynd/Tinna Alavis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka