Hvenær ætli menn hafi steikt fyrsta kjötbitann? Vísindamenn telja að menn hafi lært að nota eld í kringum 800.000 ár fyrir Krist. Kjöt var þegar hluti af mataræðinu og hefur eflaust verið frá fyrstu tíð.
Einhvers staðar á milli 800.000 og 300.000 árum fyrir Krist voru menn farnir að steikja kjöt yfir opnum eldi. Og mjög sennilega gerðist það fyrir algera tilviljun, þegar klunnalegur hellisbúi hefur misst kjötstykki á eldinn. Og áður en hann hefur náð að taka kjötstykkið upp aftur hefur það verið orðið steikt. En steikt kjöt er bæði léttara að tyggja og smakkaðist eflaust betur en það hráa sem menn á þeim tíma voru vanir að láta ofan í sig.
Fyrir einhverju síðan fundu fornleifafræðingar nokkuð sem gæti vísað til fyrsta vitnisburðar um steikt kjöt yfir opnum eldi. Í Wiltshire í Suður-Englandi grófu vísindamenn upp steinaxir, dýrabein og kol, sem eru til vitnis um notkun elds. Þessi stórmerkilegi fundur er dagsettur einhvers staðar á milli 250-300.000 árum fyrir Krist.
En það var löngu seinna se menn lærðu að sjóða vatn og hita mat í pottum. Elstu leirpottar í því skyni fundust í Japan og eru um 13.000 ára gamlir.