Nýr lakkrís í takmörkuðu magni frá Johan Bülow

Twisted Banana er ný bragðtegund af lakkrís frá Johan Bülow …
Twisted Banana er ný bragðtegund af lakkrís frá Johan Bülow - fáanlegur í mjög takmarkaðu magni. mbl.is/Johan Bülow

Ef það er ein­hver sem kem­ur okk­ur aldrei á óvart með nýj­ar bragðteg­und­ir af lakk­rís, þá er það Joh­an Bülow. Enn á ný er nýja bragðteg­und að finna sem kitl­ar bragðlauk­ana – Twisted Ban­ana.

Nýji lakk­rís­inn er blanda sem við mynd­um alls ekki slá hend­inni á móti. Við erum að tala um ban­ana, saltlakk­rís og mjúkt hvítt súkkulaði ásamt hráu lakk­rís­dufti. Hjálp! Við erum svo til í að smakka þessa sam­setn­ingu.

Ef þessi út­gáfa dreg­ur ekki hug­ann á suðræn­ar slóðir, þar sem hvít­ar strend­ur og pálma­tré eru dag­legt brauð – þá er ekk­ert að fara gera það.

Lakk­rís­inn kem­ur í mjög tak­mörkuðu magni og er ein­ung­is fá­an­leg­ur á net­inu og má nálg­ast HÉR.

Lakkrískóngurinn sjálfur Johan Bülow.
Lakk­rí­skóng­ur­inn sjálf­ur Joh­an Bülow. mbl.is/​Joh­an Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert