Pizza crudo rucola e grana

Ljósmynd/Linda Ben

Það er fátt skemmtilegra en þegar Linda Ben bakar pítsu. Reyndar á það við um flest allt sem hún eldar og því er svo gaman að lesa uppskriftirnar hennar og láta sig dreyma. Eins og um þessa pítsu. Við erum nokkuð viss um að fáir standast freistinguna og að þessi pítsa verði stórstjarna á kvöldverðaborði víða.

Heimasíðu Lindu Ben er hægt að nálgast HÉR.

Pizza crudo rucola e grana

  • 125 ml volgt vatn

  • 1 msk olífu olía

  • 3 ½ dl hveiti

  • 1 tsk þurrger

  • 1 tsk salt

  • Pizzasósa

  • 2 stk Michelangelo Mozzarella di Bufala ostur

  • Casale Prosciutto di Parma skinka

  • Castelli Parmigiano Reggiano ostur

  • Klettasalat

Aðferð:

  1. Setjiði gerið út í vatnið og hrærið saman.

  2. Blandiði hveiti og salt saman í skál.

  3. Hellið gerblöndunni út í hveitið með hrærivélina í gangi.

  4. Bætið ólífu olíunni útí og hnoðið saman þangað til gott pizzadeig hefur myndast, það á ekki að vera of klístað en auðvelt að hnoða það.

  5. Leyfið deiginu að hefast í a.m.k 2 klst.

  6. Stilltu ofninn á 240°C og undir/yfir.

  7. Setjið pizzusósu á deigið, skerið Mozarella ostinn í sneiðar og raðið á deigið, bakið inn í ofni í ca. 10-15 mín eða þar til osturinn er byrjaður að brúnast og kantarnir á deiginu líka.

  8. Takið pizzuna út úr ofninum og raðið fyrst parmaskinku, svo ruccola og rífið Parmigiano Reggiano ostinn yfir.

Ljósmynd/Linda Ben
Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert