Þess vegna áttu að snúa hamborgaranum á hvolf

Hvernig setur þú borgarann á milli tannanna? Nýjustu fréttir herma …
Hvernig setur þú borgarann á milli tannanna? Nýjustu fréttir herma að við eigum að snúa borgaranum á hvolf! mbl.is/Colourbox

Hvernig borðar þú hamborgarann þinn? Notar þú hendurnar eða hníf og gaffal? Nýjustu fréttir herma að við eigum að snúa hamborgaranum á hvolf.

Við vitum hvernig á að setja saman hamborgara. Fyrst er það þunnur botninn með sósu af einhverju tagi, svo salat, kjötið sjálft, meira grænmeti, sósa og svo lokið á brauðinu. En það er akkúrat þessi aðferð sem útskýrir af hverju sósan byrjar að leka niður handlegginn og botninn molnar í sundur. Botninn tekur á móti öllum safanum sem kemur af kjötinu, grænmetinu og sósunni og bleytir þar af leiðandi þunnan brauðbotninn þegar við borðum hamborgarann.

Ef við snúum aftur á móti hamborgaranum á hvolf mun þykka brauðlokið halda safanum í skefjum. Sérfræðingar vilja meina að þú breytir upplifuninni með því að snúa borgaranum á hvolf. Og við eigum að sýna smá þolinmæði þegar kemur að því að setja borgarann á milli tannanna. Best sé að leyfa honum að hvíla í 1 mínútu eftir að þú snýrð honum við. Þannig nær safinn að velta sér í hina áttina og þú eykur líkurnar á að borgarinn þinn verði enn meira djúsí en ella.

Ertu týpan sem borðar hamborgara með hnífapörum?
Ertu týpan sem borðar hamborgara með hnífapörum? mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka