Sjúklega flott eldhús í djörfum lit

Gult og glæsilegt, er það sem við segjum um þetta …
Gult og glæsilegt, er það sem við segjum um þetta eldhús sem er sérsmíðað af Københavns Møbelsnedkeri. mbl.is/© Gyrithe Lemche

Við tengjum oft og tíðum gulan lit við „retro“ eða afturhvarf í tímann. Það á þó alls ekki við í þessu tilviki því þetta gula og glæsta eldhús er mjög nútímalegt og töff.

Gulur litur er svo sannarlega til að gleðja. Og það þykir ansi djarft að velja gulan lit í eldhúsið sitt, en ef það er gert vel og á smekklegan máta eins og í þessu tilviki – þá gengur það upp.

Eldhúsið er unnið í samvinnu við Københavns Møbelsnedkeri, sem sérhæfir sig í slíkum smíðum, og Made a Mano sem býr m.a. til borðplötur í ýmsum munstrum, litum og formum úr hrauni. Hér er til að mynda borðplatan og flísarnar á bak við ofninn framleitt úr hrauni úr fjallinu Etna á Sikiley. Hraunsteinar eru sérstaklega slitsterkir og krefjast lítils viðhalds, þeir þola því allt, heitt og kalt.

Eldhúsið er málað í hunangs-sinneps gulum lit og var sérstaklega útfærður fyrir þetta eldhús. En takið einnig eftir bogadregnu formi eldhússins sem er einstaklega aðlaðandi og grípur augað um leið.

Borðplatan og flísarnar á bak við eldavélina eru framleiddar úr …
Borðplatan og flísarnar á bak við eldavélina eru framleiddar úr hrauni frá Sikiley. mbl.is/© Gyrithe Lemche
Ótrúlega fallegt að sjá bogadregnar línur í innréttingunni.
Ótrúlega fallegt að sjá bogadregnar línur í innréttingunni. mbl.is/© Gyrithe Lemche
mbl.is/© Gyrithe Lemche
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert