Frábær útfærsla á pítsukvöldi fjölskyldunnar

Það er frábær hugmynd að allir fái að gera pizzu …
Það er frábær hugmynd að allir fái að gera pizzu við sitt hæfi. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Föstudagskvöld eru lögbundin pizzakvöld á mörgum heimilum landsins. Það eru þó ekki allir sammála um hvað bragðlaukarnir vilja hverju sinni, en Hildur Rut gefur okkur sína útgáfu á því hvernig fjölskyldan kemst að góðri niðurstöðu.

Hildur Rut notar lítil pizzadeig frá Hatting þar sem hver og einn setur sitt uppáhald á sína pizzu. „Þessar pizzur eru allar dásamlega góðar. Mæli með að hver og einn setji sitt topping á pizzurnar. Klettasalat, kokteiltómatar, avókadó, basilika, parmesan og steinseljusósan passar með öllum pizzunum,“ segir Hildur.

Allir fá sína eigin pizzu á föstudögum

Pizza með risarækjum

  • 1 lítill pizzabotn frá Hatting
  • 6-8 risarækjur
  • 1 hvítlauksrif
  • Chili explosion
  • Salt & pipar
  • Ólífuolía
  • Rjómaostur
  • Rifinn mozzarella ostur
  • Klettasalat
  • Kokteiltómatar
  • Rifinn parmesan

Aðferð:

  1. Hrærið risarækjurnar saman við ólífuolíu, pressað hvítlauksrif, chili explosion, salt og pipar. Steikið risarækjurnar upp úr ólífolíu.
  2. Smyrjið pizzabotninn með rjómaosti og stráið rifnum mozzarella yfir.
  3. Dreifið risarækjunum ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
  4. Toppið að lokum pizzuna með klettasalati, kokteiltómötum og rifnum parmesan.

Pizza með kjúklingi og avókadó

  • 1 lítill pizzabotn frá Hatting
  • Maukaðir tómatar úr krukku
  • Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum (eða annað gott krydd)
  • Rifinn mozzarella
  • 1 dl rifinn kjúklingur
  • Rjómaostur
  • ¼-½ avókadó
  • Klettasalat
  • Kokteiltómatar

Steinseljusósa

  • 1 dl fersk steinselja
  • 4 msk majónes
  • 3 msk sýrður rjómi
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Smyrjið maukuðum tómötum yfir pizzabotninn, kryddið og stráið rifnum mozzarella yfir.
  2. Dreifið kjúklingi og rjómaosti ofan á og bakið í 6-8 mínútur við 230°C.
  3. Toppið með klettasalati, avókadó, kokteiltómötum og steinseljusósunni.
  4. Steinseljusósa: Blandið öllu hráefninu saman með töfrasprota.

Grænmetispizza með brokkólí og kúrbít

  • 1 pizzabotn frá Hatting
  • 1 ½ dl brokkólí
  • 1 dl kúrbítur
  • Ólífuolía
  • Hvíltauksrif
  • Salt og pipar
  • Maukaðir tómatar úr krukku
  • Ferskur mozzarella
  • Fersk basilika

Aðferð:

  1. Skerið brokkólí og kúrbít smátt. Hrærið því saman við ólífuolíu, hvítlauksrif, salt og pipar og steikið.
  2. Smyrjið pizzabotn með maukuðum tómötum og dreifið brokkólíinu, kútbítnum og ferskum mozzarella yfir.
  3. Bakið í 6-8 mínútur við 230°C og toppið með ferskri basiliku. Það er líka mjög gott að toppa með klettasalati, kokteiltómötum, avókadó og steinseljusósu.
Möguleikarnir eru óteljandi þegar kemur að því að velja hvað …
Möguleikarnir eru óteljandi þegar kemur að því að velja hvað eigi að fara ofan á pizzurnar. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert