Þeir sem eru með puttann á púlsinum í kökubakstri vita um hvað ræðir – en allra heitastasta kökutrend ársins 2020 er „Fault Line“. Þvílíku listaverkin sem við erum að sjá.
Allt í einu eru nýjar leiðir í að skreyta kökur og það er varla þverfóta inn á Instagram og Pintarest fyrir myndum. Og við höfum aðeins eitt orð um þær að segja – VÁ! Trendið byrjaði að spretta fram á síðasta ári og myllumerkið #faultlinecake er eitt það vinsælasta í dag.
Nafnið „Fault Line“ merkir í raun brot í jörðu eftir jarðskjálfta, og það er það sem við sjáum í skreytingunum - brotin miðja, rétt eins og kakan hafi brotnað í sundur fyrir miðju. En það er einmitt miðjan sem er skreytt á ýmsa vegu og gerir kökuna svo sérstaka.