Besta leiðin til að geyma avókadó

Avókadó er dásamlegur ávöxtur og fullur af góðum næringarefnum fyrir …
Avókadó er dásamlegur ávöxtur og fullur af góðum næringarefnum fyrir okkur. mbl.is/Colourbox

Það er ekki allt vísindalega sannað í þessum heimi. Því sumt gerist fyrir algjöra tilviljun í lífinu – eitthvað sem enginn átti von á fyrr en það gerðist.

Þú hefur eflaust hent fjölda af avókadó í ruslið sem þú hefur skorið til helminga og sett aftur inn í ísskáp til að geyma. En allir avókadóunnendur vita að hann verður brúnn áður en við náum að blikka augunum. Sumir pakka helmingnum inn í plastfilmu (sem er ekki það besta fyrir umhverfið) til að sporna við að hann skemmist. Aðrir hafa sprautað nokkrum sítrónudropum yfir sem hefur þó ekki þótt það besta til þessa.

En það var kona nokkur á Nýja-Sjálandi sem deildi á samfélagsmiðlunum hvernig best sé að geyma hálfan avókadó með einhverju sem þú átt örugglega nú þegar inni í ísskáp. En þetta atvik varð fyrir algjöra slysni!

Hún sagði frá því að salatblöð, og þá sérstaklega harði hlutinn af þeim, væri fullkomið til að geyma avókadó. Hún deildi mynd af hálfum ávextinum sem hún gleymdi óvart í ísskáp undir salatblaði í heila viku – og það sá varla á honum. Fleiri þúsund manns líkuðu við myndina og skrifuðu ummæli – en fólk undraðist að því hefði ekki dottið þetta fyrr í hug. Enda stórkostleg hugmynd!

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert