Bakan sem þarf ekki að baka

Dásamleg baka sem þarf ekki að baka - alveg að …
Dásamleg baka sem þarf ekki að baka - alveg að okkar skapi. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Súkkulaði- og vanillu­baka sem tek­ur ekki all­an dag­inn að græja, að sögn Snorra Guðmunds­son­ar sem á heiður­inn af þess­um girni­lega desert. Hér er bak­an toppuð með pist­asíu­hnet­um, berj­um og smá hun­angi, en í raun má nota allt það sem hug­ur­inn girn­ist. Snorri mæl­ir með að nota laus­botna form fyr­ir þessa upp­skrift.

Bakan sem þarf ekki að baka

Vista Prenta

Bak­an sem þarf ekki að baka

  • 270 g súkkulaðikrem­kex, t.d. Craw­st­ons
  • 85 g ósaltað smjör
  • 330 ml nýmjólk
  • 1 pakki Royal-vanillu­búðing­ur
  • blá­ber
  • pist­asíu­hnet­ur
  • hun­ang

Aðferð:

  1. Setjið kexið í mat­vinnslu­vél og látið vél­ina ganga þar til kexið er mjög fínt saxað. Færið það þá í skál.
  2. Bræðið smjörið í ör­bylgju­ofni og blandið því vand­lega sam­an við kexið.
  3. Þrýstið kexblönd­unni þétt í 20 cm böku­form með laus­um botni. Gott er að nota t.d. glas eða bolla með flöt­um botni til að þrýsta blönd­unni að könt­un­um og smjör­hníf til að þrýsta blönd­unni niður á móti til þess að fá sem slétt­ast­an kannt. Setjið inn í ís­skáp og kælið í 30 mín.
  4. Hrærið búðing­inn sam­an við 330 ml af nýmjólk og bíðið í stutta stund. Búðing­ur­inn verður loft­mik­ill þegar hann byrj­ar að setj­ast en það þarf því að hræra loftið úr hon­um áður en hon­um er dreift á bök­una.
  5. Geymið bök­una í kæli en takið hana út um 30 mín. áður en það á að bera hana fram svo það sé auðveld­ara að ná henni úr form­inu.
  6. Saxið pist­asíu­hnet­ur og dreifið yfir bök­una ásamt fersk­um jarðarberj­um og hun­angi rétt áður en hún er bor­in fram.
mbl.is/​Snorri Guðmunds­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert