Vinsælasta kaffikanna heims í vorlitum

Klassísk kaffikanna frá Stelton, komin í vorliti.
Klassísk kaffikanna frá Stelton, komin í vorliti. mbl.is/Stelton

Ein vinsælasta kaffikanna heims hefur tekið forskot á vorið í nýjum og hressandi litum. Hér ræðir um EM77-könnuna frá Stelton.

Kaffikannan EM77 var hönnuð af Erik Magnussen árið 1977 og er ein mest selda varan hjá Stelton sem framleiðir könnuna. Kannan þykir afar tímalaus og hefur unnið til nokkurra verðlauna. EM77 er fáanleg í öllum regnbogans litum og hefur komið í ýmsum útfærslum í gegnum tíðina — og þá oft í takmarkaðan tíma.

Vorlitir Stelton eru mættir á svæðið og hver öðrum frísklegri. Það er nánast eins og við séum að horfa á sítrusávexti í grænmetisdeild Hagkaupa! Hér eru bæði kaffikönnurnar og fjölnota kaffibollarnir „To Go Click” í nýjum litum. En kaffibollarnir eru einstaklega smart og nánast eins og skrautlegur aukahlutur við dress dagsins.

Gul eins og sólin! Kaffikannan EM77 var hönnuð af Erik …
Gul eins og sólin! Kaffikannan EM77 var hönnuð af Erik Magnussen árið 1977 og er framleidd af Stelton. mbl.is/Stelton
Fjölnota kaffibollarnir „To Go Click” eru líka fáanlegir í frísklegum …
Fjölnota kaffibollarnir „To Go Click” eru líka fáanlegir í frísklegum litum. mbl.is/Stelton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert