Þetta máttu aldrei gera með hraðsuðuketilinn

Það geta leynst bakteríur í heita vatninu úr krananum.
Það geta leynst bakteríur í heita vatninu úr krananum. mbl.is/Colourbox

Þegar tebollinn á að vera tilbúinn á augabragði er þægilegt að fylla hraðsuðuketilinn með heitu vatni til að stytta suðutímann. Það er aðeins eitt um það að segja – hættu því núna!

Hreingerningarspekúlantar vilja meina að þú getir orðið veik/ur af bakteríum þó að þú sjóðir heitt vatnið. Áhættan er ekki mikil, en hún er til staðar. Ástæðan er sú að kalda vatnið er hreinsað áður en það rennur beint frá vatnsverkinu, á meðan heitt vatn fer fyrst í gegnum heitavatnsgeymi. Þar geta bakteríur leynst sem þú nærð ekki að hreinsa, þrátt fyrir að sjóða vatnið í hraðsuðukatli.

Því lengur sem maður sýður heitt vatnið, því minni líkur eru á að bakteríurnar lifi af, þó að kalt vatn sé alltaf best. Aftur á móti er heitt vatn í heimilisþrifin hinn besti kostur, þegar þú blandar smá sápu saman við – bakteríurnar munu aldrei lifa af heitt og gott sápubað.

Best er að fylla alltaf hraðsuðuketilinn með köldu vatni, þó …
Best er að fylla alltaf hraðsuðuketilinn með köldu vatni, þó að það taki lengri tíma fyrir vatnið að sjóða. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert