„Unglingarnir eru að gera mig brjálaða“

Vegan - ekki vegan, kjötæta, grænmetisæta eða jafnvel ketó! Eru …
Vegan - ekki vegan, kjötæta, grænmetisæta eða jafnvel ketó! Eru allir á heimilinu þínu að tileinka sér sama lífsstílinn? mbl.is/Colourbox

„Unglingarnir eru að gera mig brjálaða!“ Eftirfarandi orð voru látin falla af þreyttri húsmóður sem er að gefast upp á tveimur dætrum sínum sem hafa tekið upp vegan lífsstíl.

Það kannast margir foreldrar við, að það getur reynst erfitt að gera öllum á heimilinu til geðs hvað kvöldmat varðar. Hún Gemma Hannan frá Chesterfield kannast vel við það, en hún á tvær unglingsstelpur á aldrinum 14 og 15 ára sem hafa báðar tekið upp vegan líffsstíl, en önnur þeirra borðar einnig mjólkurvörur.

Stelpurnar Charlotte og Courtney höfðu rætt það við móður sína að þær væru 100% skuldbundnar nýju mataræði og settu fram nokkrar kröfur. Gemma Hannan má ekki matreiða rétti fyrir sjálfa sig í sama ofni og matinn sem stelpurnar fá, það þurfa að vera tveir ofnar á heimilinu. Eins má ekki nota sömu potta og pönnur eða eldhúsáhöld sem notuð eru þegar Gemma eldar kjötvörur. En þreytta móðirin reynir eftir bestu getu að halda í reglurnar til að hafa alla góða.

Gemma þakkar þó fyrir að ástandið sé ekki „verra“ á heimilinu þar sem hún veit til þess að aðrir unglingar á vegan mataræði hafa hreinlega komið fyrir ísskáp í herbergjunum sínum til að maturinn þeirra snerti örugglega ekki hrátt kjöt í ísskáp heimilisins.

Gemma Hannan og yngsta dóttir hennar eru kjötætur, en unglingsstelpurnar …
Gemma Hannan og yngsta dóttir hennar eru kjötætur, en unglingsstelpurnar Charlotte og Courtney eru vegan. mbl.is/skjáskot af Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert