Við erum aldrei 100% örugg um hvort eggjaskurnin muni fljúga af egginu eftir suðu eða hvort hún rífi hreinlega allt eggið með sér – og lítið situr eftir nema rauðan. En hvað er til ráða?
Það eru eflaust margir sem lenda í þessu veseni með eggin, og það getur reynst hvimleitt þegar öll eggin í pottinum fara þannig séð til spillis. En til þess að eggjaskurnin fari auðveldlega af egginu, skaltu setja edik eða eplaedik út í vatnið!
Svona sýður þú egg og nærð skurninni auðveldlega af