Beljumunstur og tetris-kubbar á kaffihúsi

Á kaffihúsi sem finna má í Rússlandi eru færanlegar einingar …
Á kaffihúsi sem finna má í Rússlandi eru færanlegar einingar sem minna á tetris-kubba í appelsínugulum lit. mbl.is/Inna Kablukova

Hér er hreint út sagt nútímaleg útfærsla á kaffihúsi, þar sem baðherbergið er prýtt beljumunstri og húsgögn í líkingu við tetris-kubba skreyta rýmið sjálft.

Kaffihúsið er að finna í Rússlandi, það ber nafnið „And Y cafe“ og er staðsett nálægt háskólasvæði – því margt ungt fólk sem ratar þangað inn. Hönnunin er litrík og nútímaleg, en það er rússneski arkitektinn Eduard Eremchuk sem stendur þar á bak við.

Eduard vildi koma sem flestum gestum fyrir á litlu svæði og hannaði því færanlegar einingar á hjólum sem minna á tetris-kubba. En öll húsgögnin eru í appelsínugulum lit sem gefa orku inn á staðinn. Þetta er þó ekki allt, því baðherbergið er eitt það stórkostlegasta sem við höfum séð til þessa. Beljumunstur á flísum frá hólfi til gólfs – meira segja vaskurinn sjálfur er flísalagður með hvítum blöndunartækjum sem smellpassa þar inn.

Hönnunin er stílhrein og einföld.
Hönnunin er stílhrein og einföld. mbl.is/Inna Kablukova
mbl.is/Inna Kablukova
Beljumunstur á flísum inni á baði er alveg nýtt fyrir …
Beljumunstur á flísum inni á baði er alveg nýtt fyrir okkur. mbl.is/Inna Kablukova
mbl.is/Inna Kablukova
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert