Heimsþekkti pottaframleiðandinn Le Creuset kynnti á dögunum nýjungar undir japönskum áhrifum.
Við höfum séð heilu húsin, innréttingarnar, smáhluti og fatnað í mínimalískum stíl þar sem innblásturinn er sóttur í japanskan lífsstíl. Og í nýjustu vörulínu Le Creuset eru straumlínurnar í þá áttina. Við erum að sjá skálar sem henta fullkomlega undir ramen-súpu, núðlurétt eða hrísgrjón. Skálarnar eru fáanlegar í þremur stærðum og tveimur litum, Cerise og Mist Gray. Skálarnar eru eingöngu til sölu á síðu Le Creuset HÉR.
Eins er að koma ný eggjapanna á markað, sem er sérstaklega hönnuð til að matreiða japanskar eggjarúllur – tamagoyaki. Pannan er fjórum sinnum slitsterkari en aðrar sambærilegar non-stick pönnur og kemur í verslanir í apríl.
Aðrar vorlegar nýjungar eru „Calm“-vörulínan. Það eru fallegir kaffibollar sem halda kaffi eða teinu þínu heitu. Bollarnir koma í fjórum litum sem bera ansi skemmtileg heiti – Mist Gray, Shell Pink, Meringue og Sea Salt.