Svona er best að forðast smit

Ásdís Ásgeirsdóttir

Það eru margir sem velta því fyrir sér hvernig best sé að forðast það að smitast af kórónuveirunni en gefið hefur verið út að góður handþvottur sé áhrifaríkasta aðferðin.

Góður handþvottur þýðir að þú þværð hendurnar vel og vandlega með sápu í 20 sekúndur hið minnsta.

Í því felst jafnframt að þú forðast að snerta andlitið á þér nema með nýþvegnar hendur. Það tekur oft tíma að venja sig af því að snerta andlitið og á það sérstaklega við um börn. Fólk sem nagar neglur er beðið um að hætta því hið snarasta.

Munið svo að spritta hendur ALLTAF eftir að hafa meðhöndlað peninga, greiðslukort, posa eða eitthvað því um líkt.

Forðastu að grípa í handrið og hurðarhúna.

Ef einhver er með kvef nálægt þér skaltu halda 1-2 metra fjarlægð.

Grímur nýtast best þegar veikir nota þær en einnig þegar náið samneyti er óhjákvæmilegt.

Munið svo að þrífa reglulega almenningssnertifleti með sápuvatni og úða með sprittlausn. Vertu meðvituð/aður um hvað þú snertir og þvoðu þér reglulega vel um hendurnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert