Svona brýnir þú hníf - án þess að eiga brýni

Haraldur Jónasson/Hari

Ef einhver kann öll helstu eldhústrixin þá er það Guðrún í Kokku en hún deildi með okkur hvernig á að brýna hníf - án þess að nota hefðbundin brýni.

„Það eina sem þarf er postulínsdiskur,” segir Guðrún og kann það að hljóma ansi undarlega í eyrum margra. Þegar postulíni er dýft í glerjunginn þá er glerungurinn þurrkaður af botninum svo hann límist ekki fastur við brennslu og þar myndast svæði sem er þá án glerjungs. „Þið sjáið þetta undir undirskálum og bollum. Þetta er hrái hringurinn undir og hann getur þjónað sem afragðs brýni ef ekkert annað er við höndina og breytir botninum á diskinum í slípistein. Það eina sem þarf að gera er að vera með hnífsblaðið í 15-20 gráða halla og síðan snúna hnífnum alltaf á víxl þannig að hann brýnist jafnt."

„Flóknara er það ekki og kemur sér oft vel þegar maður er ekki með brýni við höndina - eins og uppi í sumarbústað."

Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku veit sínu viti þegar kemur að …
Guðrún Jóhannesdóttir í Kokku veit sínu viti þegar kemur að eldhúsinu. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert