Stórmerkilegar staðreyndir um gulrætur

mbl.is/Colourbox

Appelsínulituðu stönglarnir sem við elskum að japla á þegar löngun í eitthvað sætt hellist yfir okkur – býr yfir staðreyndum og stórmerkilegri sögu.

 

  • Talið er að fyrstu gulræturnar hafi verið ræktaðar á svæði í kringum Afganistan, um 900 e.kr. Fljótlega dreifðist grænmetið út til nærliggjandi svæða og í kringum ártalið 1000, var það komið til Miðausturlanda og Norður-Afríku. Þaðan ferðast gulrótin til Spánar og var komin í helstu garða Norður-Evrópu í kringum 1300.
  • Crème de Lite, Long Orange og Scarlet Nantes eru allt tegundir af gulrótum – en það eru til fleiri tegundir af gulrótum en þú getur ímyndað þér, og hvert og eitt þeirra með stórfurðuleg og skemmtileg nöfn.
  • Svokallaðar „baby-carrots“ koma frá Mike Yurosek bónda í Kaliforníu. Hann var orðinn þreyttur á að skera anga af stærri gulrótum frá og byrjaði að flaka þær í minni fullkomna bita. Árið 2010 tóku gulrótabændur sig saman og hófu að auglýsa gulrætur sem valkost sem snarlfæði – árangursrík herferð sem hvatti fólk til að fá sér gulrætur í staðinn fyrir franskar kartöflur.
  • Ótrúlegt en satt þá geta gulrætur geymst í jörðu yfir veturinn. Það kemur meiri sæta í gulræturnar og útkoman verður ofboðslega bragðgóð.
  • Þegar við grípum í gulrót til að seðja hungrið þá er vert að vita að gulrætur innihalda um 88% vatn.
  • Gulrætur eru ekki bara appelsínugular á litinn því þær finnast einnig í hvítu, gulu og dökkfjólubláu. Og fyrstu gulræturnar sem skráðar eru í sögubækurnar voru fjólubláar og hvítar að lit.
  • Beta-karótín er efni sem gefur ávöxtum og grænmeti gul-appelsínugul litarefni sem breytast í A-vítamín í líkamanum. Efnið er gott fyrir sjónina, ofnæmiskerfið og stuðlar að heilbrigðari húð.
  • Gulrætur innihalda hvorki meira né minna en 4 tegundir af sykri – súkrósa, glúkósa, xýlósa og frúktósa - sykurmagnið er þó afar lítið. Eins innihalda gulrætur mjög lítið af sterkju og því engar áhyggjur að hafa af kolvetnum. En við erum líka að sjá A, C, K og B6 vítamín ásamt mangan, kalsíum, mikið af kalíum og trefjum.
Gulrætur búa yfir stórmerkilegri sögu.
Gulrætur búa yfir stórmerkilegri sögu. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert