Hannar borðbúnað úr dýrabeinum

Hönnuðurinn Gregg Moore hannar borðbúnað úr beljubeinum fyrir veitingastað í …
Hönnuðurinn Gregg Moore hannar borðbúnað úr beljubeinum fyrir veitingastað í New York. mbl.is/Gregg Moore

Á veitingastað í New York getur þú notið matarins með borðbúnaði framleiddum úr dýrabeinum. Hvað finnst ykkur um það?

Keramíkerinn Gregg Moore hannaði borðbúnað fyrir Blue Hill-veitingastaðinn í úthverfi New York-borgar. Matarstellið er búið til úr beljubeinum – eða nákvæmlega þeim beljum sem gefa mjólkina og kjötið sem borið er fram á veitingastaðnum.

Stellið inniheldur skálar, diska og bolla úr pappírsþunnum hvítum leir – nánast gegnsæjum. Uppskriftin „bone china“ kemur frá 18. öld þegar menn unnu postulín úr dýrabeinum. Og það var hugmyndafræði veitingastaðarins, að nýta allt sem hægt er af dýrinu, þá ekki bara sem rétt á matseðli.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Gregg Moore
mbl.is/Gregg Moore
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert