Stelton hitar upp fyrir sumarið

Ný grilláhöld og bretti frá Stelton sem setur sig í …
Ný grilláhöld og bretti frá Stelton sem setur sig í stellingar fyrir komandi grilltíð. mbl.is/Stelton

Það eru margir sem bíða eftir því að geta dustað rykið af grillinu og skellt hamborgurum á teinana. Stelton hefur tekið forskot, og kynnir stællegar tangir og spaða til aðtakast á við grillsteikurnar í sumar.

Sixtus heitir ný vörulína sem Stelton kynnti nú á dögunum, en hún inniheldur grilláhöld úr ryðfríu stáli ásamt viðarskurðarbretti. Hér sjáum við hreinar og beinar línur í tímalausri hönnun sem er einkennandi fyrir Stelton. Skurðbrettið er úr FSC-vottaðri evrópskri eik og rúmar allt það hráefni sem þú ert að vinna með.

Nú er bara að bíða þolinmóð/ur eftir að vorið láti sjá sig hér á landi, og fagna komandi grilltíð.

Hreinar og beinar línur eins og Stelton er einna þekktast …
Hreinar og beinar línur eins og Stelton er einna þekktast fyrir. mbl.is/Stelton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert