Þú munt aldrei skræla appelsínu öðruvísi eftir þetta

Hér bjóðum við upp á stórsnjallt appelsínutrix.
Hér bjóðum við upp á stórsnjallt appelsínutrix. Ljósmynd/Colourbox

Appelsínur eru frábær ávöxtur — en appelsínur eru eins og aðrir ávextir; fljótlega eftir að þú skrælir börkinn af verða þær þurrar og alls ekki eins lystugar. En með þessu trixi haldast appelsínurnar alltaf ferskar. Eina sem til þarf er beittur hnífur.

Svona skrælir þú best appelsínur

  • Taktu fram beittan hníf og skerðu smá skurð á toppinn á appelsínunni, án þess að fara alveg allan hringinn.
  • Byrjaðu að skera niður eftir appelsínunni með því að snúa jafnóðum, í spíral, þar til þú kemur niður á botninn.
  • Hér skerðu aftur smá skurð án þess að fara allan hringinn.
  • Taktu börkinn af í heilu lagi.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert