„Skíthræddur við egg" að eigin sögn

Egg á dag kemur öllu lag!
Egg á dag kemur öllu lag! mbl.is/Leveres av Bonnier Publications A/S

Hvað hafa merkismenn í gegnum tíðina verið að gæða sér á? Hvað vildi Albert Einstein eða Winston Churchill helst borða? Sumt af því sem menn létu sér til munns er bannað í dag.

  • George Washington, fyrsti forseti Bandaríkjanna var hreint út sagt sjúkur í sveppa-ansjósu tómatsósu sem var afar vinsæl á 18. öld.
  • Helen Keller, rithöfundur og pólítískur aðgerðarsinni, var fyrsti heyrnarlausi einstaklingurinn til að vinna sér inn BA-gráðu í Bandaríkjunum. Hún vildi ekkert nema pulsur ef hún fékk að velja og borðaði þær í öll mál.
  • Winston Churchill, forsætisráðherra Breta, var aðdáandi mikils góðgætis sem síðar var víða gert ólöglegt. Við erum að tala um skjaldbökusúpu! Hann ferðaðist með slíka súpu með sér á milli staða, því dálætið var það mikið.
  • Henry VIII, konungur Englands, var þekktur fyrir að skilja við margar konur, en hann var líka þekktur fyrir að borða sérstakan mat. Hann elskaði grillaða hala af bjór (beaver)! Eins borðaði hann svani, hval og páfugl.
  • Hrollvekjuleikstjórinn Alfred Hitchcock, var skíthræddur við egg að eigin sögn. Samt elskaði hann skinkubökur sem innihéldu egg.
  • Wolfgang Amadeus Mozart vildi helst ekkert annað á sinn disk en lifrabollur steiktar upp úr smjöri, borið fram með súrkáli.
  • Cleopatra, höfðingi Egyptalands, var þekkt fyrir að halda einstök kvöldverðarboð þar sem maturinn var dekraður í jómfrúarolíu, léttum ostum, grænmeti, belgjurtum, kornum og arómatískum kryddjurtum. Hennar uppáhald var þó fylltar dúfur með grænmeti og baunasúpa.
  • Gáfnaljósið Albert Einstein var grænmetisæta. Hann vildi einna helst hreint spaghettí með engri kjötsósu.
Alfred Hitchcock.
Alfred Hitchcock. mbl.is
Henry VIII borðaði m.a. páfugl sem þú sérð ekki á …
Henry VIII borðaði m.a. páfugl sem þú sérð ekki á matseðlum veitingahúsa í dag. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert