Portúgalska arkitektastofan Fala Atelier notar hér myntugrænan lit í þriggja herbergja íbúð í Porto – og þar er eldhúsið alveg geggjað.
Arkitektateymið var beðið um að gera endurbætur á 190 fermetra rými í módernu húsi. Hér var leikið sér alla leið með liti og lögun. Og það sem vekur mesta athygli er gólfið sem gaf verkefninu sjálfu nafn sitt, „Apartment on Mint Floor“. En epoxý gólfið birtir svo sannarlega til í íbúðinni og liggur í gegnum öll rýmin, og alveg út á verönd.
Það voru margir litir sem komu til greina en myntugræni liturinn var alltaf sá sem stóð upp úr og sameinar bæði inni- og útisvæðið. Eldhúsið smellpassar inn í litasamsetninguna, þar sem tveir tónar af túrkisgrænum er blandað saman og kemur smekklega vel út á móti hvítri marmara borðplötunni.
Hurðar í húsinu eru úr ljósum einföldum við, sem undirstrikar enn meira jarðtenginguna í húsinu.