Saga lakkríshjólsins

Það var sælgætisframleiðandinn Haribo sem fékk einkaleyfi á lakkríshjólinu.
Það var sælgætisframleiðandinn Haribo sem fékk einkaleyfi á lakkríshjólinu. mbl.is/Colourbox

Það eru engin vísindi að menn og konur þarna úti vinna hörðum höndum að því að útbúa nýjar uppskriftir og matvæli sem við verðum að smakka og getum ekki staðist. Eitthvað sem höfðar til skilningarvitanna – og við verðum alltaf svöng í meira.

Sælgætisframleiðandinn HARIBO hefur framleitt lakkrís frá árinu 1925 og er eitt af því vinsælasta sem má finna frá þeim. Og það sem eflaust ekki margir vita er að HARIBO voru þeir fyrstu til að fá einkaleyfi á „lakkríshjólinu“.

Orðið lakkrís er dregið af gríska orðinu „glykeia rhiza“ – eða glykeia = sweet og rhiza = root. Og notkun lakkrísrótarinnar sem notuð er til að búa til lakkrís, fer nokkur þúsund ár til baka. En lakkrísrunna má einna helst finna á Miðjarðarhafssvæðum og í Mið-Asíu.

Það sem við þekkjum sem sætt eða saltað, eitthvað sem við kætum bragðlaukana með, var eitt sinn notað í lækningaskyni fram á 18. öld. Lakkrís var fyrst og fremst notaður við kvefi og magaóþægindum. Lakkríss er getið í hefðbundnum jurtabókum og fannst til að mynda í gröf Tutankhamen (1347-1339 f.Kr.).
Margir forngrískir og rómverskir læknar lögðu mikið upp úr að nota lakkrísrótina sem lyf við hósta, kvefi og jafnvel kvíða. Á miðöldum var talað um lakkrís sem undralyf.

Kínverjar nota lakkrís sem krydd í matargerð og er oft notað til að bragðbæta soð og mat sem kraumar í sojasósu. Það var svo árið 1760, þegar enski efnafræðingurinn George Dunhill, bætti við sykri og öðrum efnum við lakkrísrótina að fyrsti lakkrísinn leit dagsins ljós — eins og við þekkjum hann í dag, eða svo gott sem.

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert