Sítróna og sveppir það heitasta frá Ferm Living

Sturlaðar höldur og/eða snagar frá Ferm Living. Þessir setja eldhúsinnréttinguna …
Sturlaðar höldur og/eða snagar frá Ferm Living. Þessir setja eldhúsinnréttinguna þína á næsta „level" mbl.is/Ferm Living

Nýjar höldur á innréttingar eða snagar voru að lenda í skemmtilegu samstarfsverkefni Ferm Living og Helenu Rohner.

Fagurfræði Helenu Rohner hefur alltaf verið sterklega tengd náttúrunni. Hún fæddist inn í spænsk-svissneska fjölskyldu, ólst upp á Kanarí og er í dag búsett í Madríd. Helena hlaut virt gullverðlaun árið 2015 á Spáni fyrir framlag sitt til hönnunar. Hún hannar skartgripi sem finnast víðsvegar um heiminn. Tignarleg hönnun hennar leiddi til samstarfs við danska fyrirtækið Ferm Living þar sem Helena hannar tímalausa og glæsilega fylgihluti til heimilisins undir nafninu Helena Rohner Series.

Við erum að sjá nýjar höldur á innréttingar sem einnig má nota sem snaga. Höldurnar eru mjúkar og formfagrar á að líta, og bera líka skemmtileg nöfn eins og „sítróna og sveppur“. Helena vildi að hlutirnir sem hún hannaði fyrir Ferm Living væru líkt og stórir skartgripir og þess vegna voru höldurnar steyptar í málm. Nýju höldurnar eru fáanlegar í ryðfríu stáli og látúni og eru handmótaðar til að ná fullkominni lögun.

Það leikur enginn vafi á því að þessar höldur munu taka hvaða eldhúsinnréttingu sem er upp á næsta hæð.

Hversu fallegt!
Hversu fallegt! mbl.is/Ferm Living
Helena Rohner er skartgripahönnuður sem hannar nú undurfagra hluti fyrir …
Helena Rohner er skartgripahönnuður sem hannar nú undurfagra hluti fyrir Ferm Living. mbl.is/Ferm Living
Flottir snagar í eldhúsið undir viskastykki og innkaupapokann.
Flottir snagar í eldhúsið undir viskastykki og innkaupapokann. mbl.is/Ferm Living
Helena hlaut hin virtu gullverðlaun árið 2015 á Spáni – …
Helena hlaut hin virtu gullverðlaun árið 2015 á Spáni – og þá fyrir framlag sitt til hönnunar. Tignarleg hönnun hennar leiddi til samstarfs við danska fyrirtækið Ferm Living þar sem Helena hannar tímalausa og glæsilega fylgihluti til heimilisins undir nafninu Helena Rohner Series. mbl.is/Ferm Living
mbl.is/Ferm Living
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert