Möndlutrixið sem þú þarft að kunna

Möndlur eru frábær fæða og meinhollar fyrir líkamann.
Möndlur eru frábær fæða og meinhollar fyrir líkamann. Ljósmynd/Thinkstock

Möndlur eru svo miklu meira en hráefni í góðan bakstur. Þær eru á meðal hitaeiningalægstu hneta sem til eru, ásamt því að vera mjög næringarríkar. Möndlur eru oftast seldar í pokum með hýðinu á og hér færðu trixið hvernig þú losar hýðið af möndlum á einfaldan máta.

Svona losar þú hýðið af möndlum

  1. Hellið vatni í pott. Passið að vatnið fljóti yfir möndlurnar.
  2. Leyfið suðunni að koma upp.
  3. Setjið möndlurnar út í sjóðandi heitt vatnið og látið sjóða í 2 mínútur.
  4. Hellið vatninu af og skolið möndlurnar upp úr köldu vatni. Þú ættir að sjá að hýðið er byrjað að losna af.
  5. Leggið möndlurnar á viskastykki og „pakkið þeim inn“. Rúllið viskastykkinu fram og til baka á eldhúsborðinu. Þannig losnar um hýðið og auðvelt er að taka það af.
Möndlur með engu hýði eru fallegri ásjónu, þegar skreyta á …
Möndlur með engu hýði eru fallegri ásjónu, þegar skreyta á kökur. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert