Páskasósan í ár!

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Gott fólk. Það tilkynnist hér með að páskasósan í ár er þessi guðdómlega sósa sem Berglind okkar Hreiðarsdóttir á Gotteri.is á heiðurinn af.

Hér parar Berglind sósuna með svínalund sem kom einstaklega vel út. Sósan sem slík er samt rokkstjarna og smakkast vel með öllu  meira að segja frönskum kartöflum!

Hvetjum ykkur til að prófa  páskarnir verða umtalsvert (bragð)betri fyrir vikið ...

Sveppasósa

  • 250 g kastaníusveppir
  • 1 skalottlaukur
  • 3-4 msk. smjör
  • 500 ml rjómi
  • 200 ml vatn
  • 1 pk TORO „Kantarell & Sjampinjongsaus“
  • 1 pk TORO „Kremet Kyllingsaus med basilikum & sjalottlok“
  • 1 tsk. púðursykur
  • 2 tsk. ferskt timían (smátt saxað)
  • salt, pipar og cheyennepipar

Aðferð:

  1. Skerið sveppi í sneiðar og saxið laukinn, steikið upp úr smjöri og saltið.
  2. Hellið rjóma og vatni í pottinn og pískið báðar tegundir af sósudufti saman við.
  3. Bragðbætið með púðursykri, fersku timíani og salti, pipar og cheyennepipar eftir smekk.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert