Eitt af því sem klikkar aldrei er góð lambasteik og hér er það hin eina sanna Hanna sem eldar eina slíka af sinni alkunnu snilld.
„Fyrir 20 árum fékk ég þennan rétt í afmæli og hef verið lengi á leiðinni með að elda hann sjálf. Það tók smátíma að hafa uppi á uppskriftinni en loksins fannst hún í gömlu lúnu uppskriftabókinni minni. Um er að ræða sænska úrklippu en líklega er hún úr áratuga gömlu tímariti frá mömmu. Hafði þennan flotta rétt núna um áramótin en hef einnig boðið upp á hann í matarboðum – auðveldur og góður. Eldunartíminn getur verið aðeins mismunandi eftir bitastærðum en best er að nota hitamæli til að fá réttu steikinguna – það er smekksatriði hversu mikið kjötið á að vera steikt – ég vil hafa það frekar rautt. Kórónur eru kannski ekki efst á óskalistanum þessa dagana en það er alveg satt … að þessar gleðja bragðlaukana.“
Heilsteiktar lambakórónur með kryddhjúpi
Athuga: Mikilvægt að taka kjötið úr kæli töluvert áður en það er matreitt þannig að það sé ekki of kalt þegar það er sett á pönnuna. Einnig er gott að taka það úr umbúðum og leyfa því að jafna sig. Stundum læt ég það standa í 3-4 tíma áður en það er matreitt og tek það þá úr umbúðunum a.m.k. klukkustund áður.
Hráefni
Kryddlögur – ekki er nauðsynlegt að nota ferskar kryddjurtir en fallegt að hafa 1-2 af kryddjurtunum ferskar
Kjöt
Verklýsing
Kryddlögur – ef notað er ferskt krydd þarf meira magn af því (u.þ.b. msk í stað tsk)
Öllu blandað saman í skál
Kjöt
Meðlæti:
Sósa: Mér finnst best að bjóða upp á sveppasósu með kjötinu – hægt að hafa hana tilbúna áður en kjötið er steikt og þá er bara eftir að skerpa á hitanum áður en hún er borin fram. Einnig er einfalt að setja 1 dl vatn á pönnuna og láta það aðeins sjóða upp. Krydda með salti og hvítum pipar – hellt í skál.
Kartöflur: Gott að hafa kartöflur með eins og t.d. kartöfluskífur eða -strimla, hasselback-kartöflur eða ofnbakaðar kartöfluskífur með chili og parmesan. Stundum hef ég forsoðið kartöflur og steikt þær á pönnu upp úr smjöri og kryddað með paprikukryddi, salti og pipar.
Salat: Ferskt salat
- - -
Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...
Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl