Húsráðið sem heldur krananum í lagi

Vaxpappír á að leysa allan vanda á vatnskrananum þínum.
Vaxpappír á að leysa allan vanda á vatnskrananum þínum. mbl.is/Colourbox

Enn eitt dýrmæta húsráðið sem vert er að kunna – því við viljum fyrir alla muni auðvelda okkur lífið eins mikið og hægt er þegar kemur að þrifum á heimilinu.

Flest könnumst við við að kraninn í eldhúsinu, baðherberginu og jafnvel vaskahúsinu á það til að fá á sig bletti eftir vatn og annan óþarfa. Til að sporna við þessu veseni þykir allra besta ráðið að nudda kranann með vaxpappír! Þannig munu vatnsblettir renna af og ekki ná að festa sig.

Húsráð sem á víst að skotvirka – og er alveg þess virði að prófa.

Þú strýkur yfir kranann með vaxpappír sem mun hrinda frá …
Þú strýkur yfir kranann með vaxpappír sem mun hrinda frá sér vatni og óhreinindum. mbl.is/Pinterest
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert