Kalóríur eru mikilvægur þáttur í okkar daglegu næringu, þar sem hver og ein fæðutegund geymir mismikið af kalóríum og oft á tíðum erfitt að greina á milli hvað matvörur geta verið kaloríuríkar.
Fyrirtækið Wisegeek gerði rannsókn á 71 matvöru og stillti upp miðað við að innihalda 200 hitaeiningar hver. Í ljós kom að kjaftfullur diskur af litlum paprikum, eða um 740 grömm, inniheldur jafnmikið af hitaeiningum og 28 grömm af smjöri. Hér fyrir neðan má sjá myndir úr rannsóknarverkefninu, sem er hreint út sagt mjög áhugavert að sjá.