Kjúklingarétturinn sem brýtur allar reglur

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Það er enginn annar en Albert Eiríks sem á heiðurinn af þessum kjúklingarétti sem er algjört æði. Einhverjum kann þó að bregða þegar innihaldslýsingin er lesin en við fullyrðum að það er fátt sem passar betur saman en bananar og karrí  hvað þá ef þú sullar smá rjóma saman við eins og þessi uppskrift kallar á.

Matarbloggið hans Alberts er hægt að nálgast HÉR.

Bananakarríkjúklingur

  • 1 heill kjúklingur
  • olía til steikingar
  • 2 laukar
  • 1 msk. kókosolía
  • 1 msk. karrí
  • 1/3 tsk. cayennepipar
  • 1 tsk. kummín
  • 1 tsk. kóríander
  • 1/2 tsk. kardimommur
  • 1 msk. saxaður engifer
  • 3-4 hvítlauksrif, söxuð
  • 2 kanilstangir
  • 2 dl rjómi
  • 1 banani
  • 1-2 msk kókosmjöl

Aðferð:

  1. Hlutið kjúkling í bita og steikið í olíunni á pönnu og setjið í eldfast form.
  2. Saxið laukinn og steikið í dágóða stund á lágum hita í kókosolíunni.
  3. Bætið við karríi, cayenne, kummíni, kóríander, kardimommum, engifer og hvítlauk.
  4. Setjið loks kanilstangir og rjóma saman við.
  5. Hellið yfir kjúklinginn og eldið við 170°C í um 30 mín. eða þangað til kjúklingurinn er fulleldaður.
  6. Skerið niður banana og setjið yfir ásamt kókosmjöli. Berið fram með hrísgrjónum.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert