Klósettpappír hefur verið eitt af því mest umtalaða á veraldarvefnum síðustu vikurnar. Og margir gera sitt allra besta til að láta pappírinn endast lengur. Þá sérstaklega barnafjölskyldur þar sem krakkarnir rúlla upp á alla höndina.
Það var ein úrræðagóð húsmóðir sem fann lausnina á þessum vanda og deildi því á samfélagsmiðlum. Þú einfaldlega klessir rúlluna flata saman. Þannig spornar þú við því að rúllan renni of hratt á klósettrúlluhaldaranum. Og þá vitnar hún sérstaklega í heimili með krakka sem eru frá skóla þessa dagana, og spæna upp rúllunum eins og enginn sé morgundagurinn.
Virkir í athugasemdum létu í sér heyra og gáfu húsmóðurinni gott lof fyrir ráðið. Sögðu húsráðið vera sparnað fyrir heimilið til lengri tíma, og enn aðrir sögðust sjálfir eiga við þennan „vanda“ að etja, að vefja allt of miklum pappír upp á höndina til að þurrka sér.