Ástæðurnar fyrir stanslausu hungri

Thinkstock

Ertu alltaf svangur/svöng? Þú hefur lokið við bragðgóða máltíð og borðar nóg, en finnur samt til svengdar – hver er ástæðan? Að finna til svengdar getur haft mikil áhrif á heilsuna, en auðvelt er að snúa þessu við með einföldum hætti.

Vatn

Ein algengustu mistökin eru að þú drekkur ekki nóg af vatni. Þegar líkaminn þjáist af vökvaskorti verður hann ruglaður og veit ekki hvort hann er svangur eða þarf einfaldlega meiri vökva. Og þá er vatn það besta sem þú getur gefið líkamanum.

Stress

Stress er ein af stærstu ástæðum þyngdaraukningar. Næst þegar þú finnur stressið læðast að þér skaltu skella þér út í göngutúr, fara í heitt bað eða gera léttar jógaæfingar. Við eigum það líka til að raða í okkur óhollum mat undir álagi – en stress er eflaust ekki ástæðan fyrir hungri, það gæti frekar legið í morgunrútínunni þinni. Sjáðu til þess að morgunmaturinn þinn fylli magann vel yfir daginn.

Millimál

Mikið af því millimáli sem við látum ofan í okkur er yfirfullt af sykri. Og að borða mat sem inniheldur mikinn sykur hækkar blóðsykurinn, og þegar hann lækkar skyndilega verður fallið hátt og þú munt finna til svengdar. Reyndu að forðast matvæli og drykki sem innihalda mikinn sykur. Skoðaðu innihaldslýsingar á matvælum því það mun koma þér á óvart hversu margar þeirra innihalda mikið magn af sykri. Með því að takmarka þessi matvæli í mataræðinu muntu finna mun á vigtinni.

Áfengi

Það þarf varla að taka það fram að áfengi er ekki megrunarfæða – en allt er gott í hófi. Að drekka áfengi fær þig til að vera svengri en venjan er og þá sérstaklega morguninn eftir gott næturbrölt. Vertu búin/n að undirbúa mat sem þú ætlar að borða þegar þú vaknar svo þú endir ekki í kolvetnasprengju sem mun gera þig enn svengri.

Borða of hratt

Ekki háma í þig við matarborðið, njóttu matarins. Leyfðu maganum að finna hægt og rólega að þú ert að fylla hann með mat og góðgæti til að vinna úr næstu tímana.

Sjúkdómar

Sumir sjúkdómar fá þig til að finna til svengdar á öllum stundum. Sykursýki og lágur blóðþrýstingur er þar á meðal og jafnvel ófrískar konur finna fyrir slíku. Mælt er með að tala við sinn lækni um hvernig best sé að haga sér í slíkri stöðu.

Þér leiðist

Það er öllum hollt að láta sér leiðast, svo lengi sem við dettum ekki inn í ísskáp á meðan. Finndu þér eitthvað skemmtilegt að gera – lestu bók, teiknaðu, hittu vini, farðu út í göngutúr með podcast í eyrunum. Bara ekki enda í sófanum yfir sjónvarpinu því þú veist hvar það endar.

Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert