Silkimjúkur espresso-smoothie

Ljósmynd/Linda Ben

Ef það er eitthvað sem kemur manni í gang þá er það þessi ómótstæðilegi smoothie frá Lindu Ben. Það þarf í rauninni ekkert að segja um hann annað en að hann er æði!

Silkimjúkur espresso-smoothie

  • 1 banani
  • 1 espressoskot (sterkur lítill kaffibolli)
  • 2 msk. hafrar
  • 1 skeið vanilluprótein
  • 1 msk. chiafræ
  • 2 dl vanillu-ab-mjólk frá Örnu mjólkurvörum
  • klakar

Aðferð:

  1. Farið inn á Instagram.com/lindaben og horfið á aðferðina í „Espresso smoothie highlights“.
  2. Setjið allt saman í blandara og blandið þar til mjúkur drykkur hefur myndast.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert