Staðir þar sem mygla leynist oftast á heimilinu

Ljósmynd/Colourbox

Við tökum eftir myglublettum sem myndast í horninu á sturtunni eða í gluggakörmunum, en þessir fimm staðir sem við teljum upp hér munu eflaust koma þér á óvart.

Ísskápurinn og frystirinn

Gúmmílistarnir í hurðarfalsinum á ísskápnum og frystinum safna að sér matarleifum og raka. Þetta er frábær leynistaður fyrir myglu ef þú ert ekki dugleg/ur nú þegar að þrífa listana. Gerðu það að vana að strjúka yfir gúmmílistana reglulega.

Þvottavélin og blaut föt

Það segir sig sjálft að þvottavélin geymir mikinn raka, sápurestar og önnur óhreinindi. Allt þetta er uppspretta fyrir myglu. Besta ráðið er að þurrka alltaf af glerinu og gúmmílistanum við tromluna eftir þvott og láta lokið standa opið. Sama gildir um blaut föt. Reyndu að hrista þau til og hengja strax upp í stað þess að láta þau þorna inni í þvottavélinni.

Rafmagnstannburstar

Ef þú átt rafmagnstannbursta skaltu fylgjast með – það eru miklar líkur á að þú finnir myglu í burstanum. Tannkrem, bleyta og annað safnast saman á milli haussins og skaftsins og því fullkominn staður fyrir myglu. Þurrkaðu tannburstann eftir hverja notkun og taktu hann jafnvel í sundur til að rakinn nái ekki að festa sig.

Eldhússkápar

Það eru oft á tíðum rör á bak við eldhússkápana þar sem vatn getur lekið og skítur safnast fyrir. Það er gott að skoða þessa staði reglulega, sérstaklega ef þú býrð í gömlu húsi.

Hnífapör

Ef þú setur hálfblaut hnífapör eða önnur áhöld strax í skúffuna eftir uppvask eða úr uppþvottavélinni skaltu hætta því strax. Bleytan getur auðveldlega breyst í myglu, sérstaklega á áhöldum og jafnvel ílátum sem þú notar ekki oft.

Það er góður felustaður fyrir myglu í rafmagnstannburstum.
Það er góður felustaður fyrir myglu í rafmagnstannburstum. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert