Humarpasta frá himnaríki

Ljósmynd/María Gomez

Ef að uppskrift er bendluð við himnaríki er hún annaðhvort banvæn eða svo bragðgóð að leitun er að öðru eins. Þessi er klárlega í síðari flokknum enda kemur hún úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is.

Humarpasta frá himnaríki

  • 1-1 1/2 geiralaus hvítlaukur eða 4-6 hvítlauksrif
  • 1/2 dl extra virgin ólífuolía
  • 1 tsk. þurrkuð steinselja
  • 1/2 tsk. borðsalt
  • 250 gr skornir sveppir
  • 120 gr rifinn parmesan ostur
  • 400-500 gr humar (skelfléttur)
  • 200-300 gr beikon
  • 2 dl matreiðslurjómi
  • 25 gr smjör
  • 250 gr De Cecco tagliatelle (vigtað ósoðið)
  • 1/2 dl furuhnetur
  • 2 tsk. hvítvínsvinegar
  • Nokkrar chiliflögur
  • Fersk steinselja eða timian eða bara bæði

Aðferð

  1. Byrjið á að gera hvítlauksolíu úr olíunni, hvítlauknum, steinseljunni og saltinu sem eru fyrstu 4 hráefnin með því að hræra mörðum hvítlauknum saman við olíuna, saltið og steinseljuna og leggjið til hliðar
  2. Bræðið næst 25 gr af smjöri á pönnu og steikið sveppina upp úr því og saltið létt yfir
  3. Þegar sveppirnir eru orðnir dökkir klippið þá beikonið eða skerið og setjið út á pönnuna með sveppunum þar til það verður bleikt að lit
  4. Takið svo af pönnuni og setjið til hliðar á disk
  5. Setjið svo hvítlauksolíuna alla á pönnu við vægan hita og setjið humarinn út á og og chiliflögur yfir. Steikið við vægan hita svo hvítlaukurinn brúnist ekki né brenni, passið það vel !
  6. Setjið svo 120 gr af rifnum parmesan út á ásamt hvítvínsvínegar og matreiðslurjómanum, saltið létt yfir og piprið
  7. Setjið svo beikonsveppina út á og leyfið að malla í eins og fimm mínútur eða á meðan pastað er soðið í potti
  8. Þegar þið sjóðið pastað saltið þá vatnið það vel að það verður nánast eins og sjóvatn en þannig lærði ég að ætti að sjóða pasta
  9. Takið svo pastað að lokum og sigtið vatnið frá og hellið humar/beikon blöndunni ásamt öllu soðinu yfir og sáldrið vel af fersku timian eða steinselju yfir og ristaðar furuhnetur
  10. Berið fram með fersku salati, góðu snittubrauði og enn meira parmesan til að sáldra yfir

Punktar

Þetta er ekki svona hefðbundið ostapasta þar sem sósan á að vera þykk og rjómakennd heldur verður sósan meira eins og gott soð sem umlykur svo allt pastað með dásamlega hvítlauksbragðinu. Það sem má alls ekki gleyma í góðum pastarétt eru ferskar kryddjurtir eins og steinselja og tímian sem fer bæði afar vel með fiski og hvítlauk.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/María Gomez
Ljósmynd/María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka