Humarpasta frá himnaríki

Ljósmynd/María Gomez

Ef að upp­skrift er bendluð við himna­ríki er hún annaðhvort ban­væn eða svo bragðgóð að leit­un er að öðru eins. Þessi er klár­lega í síðari flokkn­um enda kem­ur hún úr smiðju Maríu Gomez á Paz.is.

Humarpasta frá himnaríki

Vista Prenta

Humarp­asta frá himna­ríki

  • 1-1 1/​2 geira­laus hvít­lauk­ur eða 4-6 hvít­lauksrif
  • 1/​2 dl extra virg­in ólífu­olía
  • 1 tsk. þurrkuð stein­selja
  • 1/​2 tsk. borðsalt
  • 250 gr skorn­ir svepp­ir
  • 120 gr rif­inn par­mes­an ost­ur
  • 400-500 gr hum­ar (skelflétt­ur)
  • 200-300 gr bei­kon
  • 2 dl mat­reiðslur­jómi
  • 25 gr smjör
  • 250 gr De Cecco taglia­telle (vigtað ósoðið)
  • 1/​2 dl furu­hnet­ur
  • 2 tsk. hvít­víns­vineg­ar
  • Nokkr­ar chili­f­lög­ur
  • Fersk stein­selja eða tim­i­an eða bara bæði

Aðferð

  1. Byrjið á að gera hvít­lauk­sol­íu úr ol­í­unni, hvít­laukn­um, stein­selj­unni og salt­inu sem eru fyrstu 4 hrá­efn­in með því að hræra mörðum hvít­laukn­um sam­an við ol­í­una, saltið og stein­selj­una og leggjið til hliðar
  2. Bræðið næst 25 gr af smjöri á pönnu og steikið svepp­ina upp úr því og saltið létt yfir
  3. Þegar svepp­irn­ir eru orðnir dökk­ir klippið þá bei­konið eða skerið og setjið út á pönn­una með svepp­un­um þar til það verður bleikt að lit
  4. Takið svo af pönn­uni og setjið til hliðar á disk
  5. Setjið svo hvít­lauk­sol­í­una alla á pönnu við væg­an hita og setjið humar­inn út á og og chili­f­lög­ur yfir. Steikið við væg­an hita svo hvít­lauk­ur­inn brún­ist ekki né brenni, passið það vel !
  6. Setjið svo 120 gr af rifn­um par­mes­an út á ásamt hvít­vínsvín­eg­ar og mat­reiðslur­jóm­an­um, saltið létt yfir og piprið
  7. Setjið svo beikon­svepp­ina út á og leyfið að malla í eins og fimm mín­út­ur eða á meðan pastað er soðið í potti
  8. Þegar þið sjóðið pastað saltið þá vatnið það vel að það verður nán­ast eins og sjó­vatn en þannig lærði ég að ætti að sjóða pasta
  9. Takið svo pastað að lok­um og sigtið vatnið frá og hellið hum­ar/​bei­kon blönd­unni ásamt öllu soðinu yfir og sáldrið vel af fersku tim­i­an eða stein­selju yfir og ristaðar furu­hnet­ur
  10. Berið fram með fersku sal­ati, góðu snittu­brauði og enn meira par­mes­an til að sáldra yfir

Punkt­ar

Þetta er ekki svona hefðbundið ostap­asta þar sem sós­an á að vera þykk og rjóma­kennd held­ur verður sós­an meira eins og gott soð sem um­lyk­ur svo allt pastað með dá­sam­lega hvít­lauks­bragðinu. Það sem má alls ekki gleyma í góðum pasta­rétt eru fersk­ar kryd­d­jurtir eins og stein­selja og tími­an sem fer bæði afar vel með fiski og hvít­lauk.

- - -

Fylgstu með Mat­ar­vefn­um á In­sta­gram og Face­book. Enda­laus æv­in­týri, hug­mynd­ir, skemmti­leg­ir leik­ir og allt það heit­asta heita...

Svo megið þið endi­lega tagga okk­ur á In­sta­gram þegar þið eruð að elda eitt­hvað spenn­andi @mat­ur.a.mbl

Ljós­mynd/​María Gomez
Ljós­mynd/​María Gomez
mbl.is
Fleira áhugavert

Matur »

Fleira áhugavert