570 tonn af bjór flæddu um götur borgarinnar

mbl.is/Colourbox

Bjór er miklu meira en ágætis drykkur, því saga bjórsins á sér langa sögu – í raun mörg þúsund ár til baka. En þessi saga er með þeim ótrúlegri!

Þann 17. október 1814, sprakk þriggja hæða tankur í bruggverksmiðjunni Henry Meux & co. í London. Sprengingin var svo kröftug að hún olli því að annar tankur sprakk líka með þeim afleiðingum að 570 tonn af bjór flæddu um götur borgarinnar eins og flóðbylgja. Tvær byggingar hrundu undan þyngd vökvans á meðan bjórinn flæddi niður Tottenham Court Road. Alls létust um átta manns í atvikinu. En dómstóll þar í landi kallaði atvikið „act of God“, svo að bruggverksmiðjan gat hafið starfsemi sína fljótt að nýju.

Saga bjórsins á sér langa sögu og þessi er með …
Saga bjórsins á sér langa sögu og þessi er með þeim ótrúlegri. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert