Á Vesturströndinni í Svíþjóð er dásamlegt sumarhús að finna í villtri náttúru. Húsið er sannkölluð hönnunarperla sem teiknað er af STEG-arkitektum – og það inniheldur fagurblátt eldhús frá Ikea.
Sumarhúsið liggur í um klukkustundafjarlægð frá Gautaborg og er byggt efst á kletti þar í skógi. Og þar sem húsið sjálft er úr timbri, þá fellur það beint inn í náttúruna. En það var ósk eigendanna að húsrið yrði helst hluti af hinum trjátoppunum.
Það er pallur sem umleikur húsið allan hringinn og útsýni nær í allar áttir. Gólfsíðir gluggar með rennihurðum eru á öllum hliðum hússins, svo auðvelt aðgengi er út á pallinn í hvaða rými sem er. Hér leikur birtan sér allan daginn og býr til fallegar skuggamyndir úr þeim húsgögnum og mannverum sem prýða húsið að innan.
Það sem stelur þó athyglinni er bláa eldhúsið í miðrýminu. Hér hefur eldhúsi frá Ikea verið komið fyrir með steyptri borðplötu sem gefur því sterkan karakter. Opnar hillur geyma diska og glös og útgengt er á pallinn úr eldhúsinu. Þetta eldhús smellpassar húsinu svo vel og gefur því ákveðna upplyftingu með sterkum lit, þar sem aðrar innréttingar eru á ljósari nótunum.