Freisting í takmörkuðu magni frá Johan Bülow

Enn ein nýjungin frá Johan Bülow - en þessi útgáfa …
Enn ein nýjungin frá Johan Bülow - en þessi útgáfa er í takmörkuðu magni. mbl.is/Johan Bülow

Ef einhver er öflugur í því að koma með nýjar lakkrís bragðtegundir á markað þá er það Johan Bülow. Hér erum við að sjá enn eina bragðtegundina sem kallast „D-Salt & Caramel Duel“.

Það virðist vera alveg sama hvaða nýjung kemur frá lakkrísgoðinu Johan Bülow – lakkrísinn smakkast alltaf jafn vel. En nýjasta viðbótin inniheldur tvær útgáfur af súkkulaðihúðaða lakkrísinum þeirra. Annar ætti að vera mörgum kunnugur á meðan hinn lakkrísinn inniheldur breytta útgáfu af hinum þekkta D-Salt & Caramel lakkrísinum. Hér hefur dufthúðuðu yfirborði verið skipt út fyrir slétta áferð, og smávegis af kakósmjöri hefur verið bætt saman við. Þessi breyting virðist kunna vera lítil við fyrstu sýn, en upplifunin á bragðinu er verulega frábrugðin.

Lakkrísinn er eingöngu fáanlegur í netverslun Johan Bülow og það í takmarkaðan tíma.

mbl.is/Johan Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert