Sunnudagsmaturinn sem sumir segja besta mat í heimi

Ljósmynd/Albert Eiríksson

Þessi uppskrift er í svo miklu uppáhaldi að ég fór umsvifalaust að leggja drög að því hvenær ég gæti haft hana í matinn og boðið pabba í mat. Ég er alin upp á ömmu-kótilettum og ég fæ bókstaflega vatn í munninn við að lesa þessa uppskrift.

Það er meistari Albert Eiríks sem á heiðurinn að uppskriftinni og hafi hann þakkir fyrir.

Lærisneiðar i raspi

  • Lærisneiðar úr einu lambalæri
  • 1,5 dl hveiti
  • 2 egg
  • 2,5 dl rasp
  • olía
  • smjör
  • salt og pipar

Aðferð:

Gott er að hafa kjötið við stofuhita. Setjið hveiti í skál, brjótið eggin í aðra skál og sláið þau í sundur og setjið rasp í þriðju skálina. Setjið olíu og smjör á pönnu, ágætt að hafa 2 hluta af olíu á móti einum af smjöri. Veltið lærissneiðunum upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Steikið sneiðarar dágóða stund í olíunni/smjörinu á báðum hliðum þangað þær eru fallega brúnar. Kryddið með salti og pipar. Raðið sneiðunum í eldfast form, hellið restinni af olíunni yfir, setjið álpappír yfir og eldið í 100°C heitum ofni í um klst.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Albert Eiríksson
Ljósmynd/Albert Eiríksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert