Danski húsgagnaframleiðandinn Erik Jørgensen kynnti á dögunum splunkunýjan borðstofustól sem ber það skemmtilega nafn „Taco“.
Innblásturinn að hönnun stólsins Taco má rekja til framandi matargerðar í Mexíkó. Þar sem lögun á fallega bogadregnum taco-skeljum er endurfædd í sætisbaki og setu á nýjum stól. Og til að auka þægindin er hægt að fá stólinn bólstraðan.
Taco er mjög einfaldur stóll sem sameinar fágun í stílhreinum línum en er einnig fullkominn fyrir góða slökun. Stóllinn er fáanlegur í ýmsum útgáfum, allt frá einföldum viðarstól yfir í bólstraða útgáfu með áföstum örmum frá setu. Hér eru sporöskjulaga taco-skeljarnar klárlega settar í nýtt samhengi sem fallegt húsgagn.