Brokkólí taco með trylltu meðlæti

Hreint út sagt stórkostlegt taco sem bragð er af.
Hreint út sagt stórkostlegt taco sem bragð er af. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Þessa taco uppskrift er að finna í bókinni „Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum“ og kemur úr smiðju Hildar Rutar. Rétturinn er hollur, einstaklega bragðgóður og fljótlegur í framreið, eða akkúrat eins og við viljum hafa það.

Ég baka brokkólíið og tortillurnar í ofni á meðan ég undirbý rauðkálshrásalatið, fetaostinn og avókadóið. Rauðkálshrásalatið er æðislega gott og ég mæli með að prófa að setja það á hamborgara eða samlokur. Hægt er að breyta uppskriftinni í vegan og skipta þá út majónesinu og ostinum,“ segir Hildur Rut. 

Brokkólí taco með trylltu meðlæti (2-3 taco á mann)

  • 1-2 brokkólíhausar
  • Ólífuolía
  • Cumin
  • Laukduft
  • Salt og pipar
  • Litlar tortillur (taco)
  • 1-2 avocado
  • Fetakubbur
  • Alfalfa spírur

Rauðkálshrásalat

  • 5 dl ferskt rauðkál
  • 3-4 msk. Hellmanns majónes
  • 2 msk. Sriracha sósa

Aðferð:

  1. Skerið brokkólí í litla bita og setjið í eldfast form. Dreifið olíu yfir og kryddið með kúmen, laukdufti, salti og pipar.
  2. Bakið í ofni við 180°C í 13-18 mínútur eða þangað til að brokkólíið er orðið stökkt.
  3. Útbúið rauðkálshrásalat og hitt meðlætið á meðan brokkólíið er að bakast. Blandið saman majónesi og sriracha sósu með skeið. Skerið rauðkálið í þunnar ræmur og blandið saman við sósuna.
  4. Stappið fetaostinn og stappið avókadó.
  5. Penslið tortillurnar með ólífuolíu og hitið þær í ofni.
  6. Setjið á tortillurnar rauðkálshrásalatið, brokkólí, avókadó, fetaostinn og toppið svo með alfalfa spírum.
Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar og er að finna …
Uppskriftin er úr smiðju Hildar Rutar og er að finna í bókinni „Vinsælustu uppskriftirnar frá vinsælum matarbloggurum“. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert