Hinn langþráði 4. maí er runninn upp og lífið er smám saman að færast í eðlilegt horf. Fjöldi veitingastaða hafa nú opnað dyrnar á ný eftir lokun og er Keiluhöllin þar á meðal en það getur reynst töluvert snúið að opna svona stóran stað. Að sögn Jóhannesar Ásbjörnssonar, talsmann Gleðipinna, var mikið lagt upp úr að opna á eins ábyrgan hátt og kostur er og fara í einu og öllu eftir tilmælum Almannavarna og Landlæknis.
„Staðurinn er mjög stór og því auðvelt að skipta honum upp í svæði sem hvert um stig getur tekið við 50 manns. Við höfum útfært þessa svæðaskiptingu á mjög vandaðan hátt með öryggi viðskiptavina okkar og starfsfólks í forgrunni og förum eftir leiðbeiningum Almannavarna og Landlæknis”, segir Jóhannes.
Um er að ræða fjögur svæði. Keilusalurinn sjálfur, sem telur 22 brautir, er eitt svæði og þar verður áfram leikið á annarri hvorri braut. Shake&Pizza er skipt í tvö svæði og Sportbarinn er þriðja svæðið. Leið viðskiptavina og starfsfólks í gegnum svæðin er vandlega skipulögð. „Það er aðeins setið á öðru hverju borði á Shake&Pizza og fjarlægðartakmarkanir eru á gólfum. Viðskiptavinir okkar munu ekki eiga í neinum vandræðum með að komast leiðar sinnar og njóta okkar þjónustu þar sem að allar merkingar og leiðbeiningar eru afar skýrar og aðgengilegar”, bætir Jóhannes við.
Gleðipinnar lokuðu hluta staða í ljósi faraldursins sem hefur geisað undanfarnar vikur. Nú hafa flestir staðirnir opnað aftur. „Við erum fegnir því að lífið sé smám saman að færast í eðlilegt horf. Við verðum að sjálfsögðu að fara varlega og við munum svo sannarlega gera það á okkar stöðum”, segir Jóhannes.
Veitingastaðir Gleðipinna sem eru opnir frá mánudeginum 4. maí eru: